Reykjavíkurmeistarar með forgjöf 2013

Facebook
Twitter

Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf 2013 fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 14. og 15. september s.l.

Halldóra Íris Ingvarsdóttir og Hafþór Harðarson ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga í keilu með forgjöf 2013. Herdís Gunnarsdóttir ÍR var í öðru sæti hjá konunum og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR var þriðja. Hjá körlunum voru Guðlaugur Valgeirsson KFR í öðru sæti og Daníel Rodriguez ÍR þriðji.
 

Eftir forkeppnina var staðan hjá konunum þannig að Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR var í fyrsta sæti með 2.029 pinna, Herdís Gunnarsdóttir ÍR  var í öðru sæti með 1.859, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR var í þriðja sæti með 1.848 og Halldóra Íris Ingvarsdóttir ÍR var í fjórða sæti með 1.817. Sjá nánar stöðuna í kvennaflokki eftir forkeppnina.

Í undanúrslitunum vann Halldóra Íris Katrínu Fjólu 2 – 1 og Herdís vann Sigurlaugu 2 – 0. Í úrslitunum vann Halldóra ÍRis Herdísi 2 – 0 og í leiknum um þriðja sætið vann Katrín Fjóla Sigurlaug einnig 2 – 0. Sjá nánar úrslit í kvennaflokki.

Eftir forkeppnina var staðan hjá körlunum þannig að Guðlaugur Valgeirsson KFR var efstur með 2.133 pinna, Hafþór Harðarson ÍR var í öðru sæti með 2.105 pinna, Ásgrímur Helgi Einarsson kFR var í þriðja sæti með 2.075 pinna og og Daníel Rodriguez ÍR var í fjórða sæti með 2.051. Sjá nánar stöðuna í karlaflokki eftir forkeppnina.

Í undanúrslitunum vann Hafþór Atla 2 – 0 og Andrés vann Arnar 2 – 1. Í úrslitunum vann Hafþór Andrés 2 – 0 og Arnar vann Atla 2 – 1 í leik um þriðja sætið. Sjá nánar úrslit í karlaflokki.

Nýjustu fréttirnar