Reykjavíkurmeistarar 2013

Facebook
Twitter

Opna Reykjavíkurmót einstaklinga 2013 fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 7. og 8. september s.l.

Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga í keilu 2013. Ástrós Pétursdóttir ÍR var í öðru sæti hjá konunum og Jóna Gunnarsdóttir KFR var þriðja. Hjá körlunum voru Andrés Páll Júlíusson ÍR í öðru sæti og Arnar Sæbergsson ÍR þriðji.

Eftir forkeppnina var staðan hjá konunum þannig að Ástrós Pétursdóttir ÍR var í fyrsta sæti með 1.810 pinna eða 201,11 að meðaltali, Dagný Edda Þórisdóttir var í öðru sæti með 1.740 eða 193,33 að meðaltali, Guðný Gunnarsdóttir ÍR var í þriðja sætimeð 1.702 og 189,11 og Jóna Gunnarsdóttir KFR var í fjórða sæti með 1.539 og 171,0. Sjá nánar stöðuna í kvennaflokki eftir forkeppnina.

Í undanúrslitunum vann Ástrós Jónu 2 – 1 og Dagný Edda vann Guðnýju einnig 2 – 1. Í úrslitunum vann Dagný Edda Ástrósu 2 – 0 og í leiknum um þriðja sætið vann Jóna Guðnýju 2 – 1. Sjá nánar úrslit í kvennaflokki.

Eftir forkeppnina var staðan hjá körlunum þannig að Hafþór Harðarson ÍR var efstur með 1.971 pinna eða 219,0 að meðaltali í leik. Arnar Sæbergsson ÍR var í öðru sæti með 1.774 pinna eða 197,11 að meðaltali, Andrés Páll Júlíusson ÍR var í þriðja sæti með 1.640 pinna og 182,22 að meðaltali og Atli Þór Kárason KR var í fjórða sæti með 1.634 pinna og 181,56. Sjá nánar stöðuna í karlaflokki eftir forkeppnina

Í undanúrslitunum vann Hafþór Atla 2 – 0 og Andrés vann Arnar 2 – 1. Í úrslitunum vann Hafþór Andrés 2 – 0 og Arnar vann Atla 2 – 1 í leik um þriðja sætið. Sjá nánar úrslit í karlaflokki.

Nýjustu fréttirnar