Opna Reykjavíkurmótið í keilu m/forgjöf 2013

Facebook
Twitter

Keppni á Opna Reykjavíkurmótinu m/forgjöf í keilu fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll dagana 14. og 15. september n.k. og hefst keppni kl. 9:00 báða dagana. Spilaðir verða 9 leikir í forkeppni, 6 á laugardag og 3 á sunnudag og komast fjórir efstu (karlar og konur) áfram í úrslit.

 

Skráning í mótið er á netfangið [email protected] og lýkur fimmtudaginn 12. september, kl. 21:00. Olíuburður í mótinu verður Kegel High Street 44 fet. Verð er kr. 4.500. Sjá nánar í auglýsingu 

Reykjavíkurfélögin

Forkeppnin hefst laugardaginn 14. september kl 9:00 þar sem spilaðir eru 6 leikir. Sunnudaginn 15. september kl 9:00 eru spilaðir 3 leikir í forkeppni og úrslitin strax á eftir. Úrslitin eru þannig að keppendur í 1. og 4. sæti og 2. og 3. sæti eftir forkeppninni leika saman. Sá/sú sem fyrr vinnur tvo leiki heldur áfram. Sigurvegararnir úr leikjunum leika svo innbyrðis og sá/sú er fyrr vinnur tvo leiki hlýtur titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga. Þeir sem tapa spila innbyrðis um þriðja sætið og sigrar sá/sú er fyrr vinnur tvo leiki.

Mótshaldari áskilur sér rétt til breytinga í forkeppninni.

Reykjavíkurmeistarar í keilu með forgjöf 2012 eru Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Guðlaugur Valgeirsson KFR

Nýjustu fréttirnar