Breytingar á karlalandsliðinu

Facebook
Twitter

Hörður Ingi Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingar á karlalandsliðinu sem mun keppa á Heimsmeistaramótinu í keilu 2013 sem haldið verður í borginni i Las Vegas í Bandaríkjunum dagana 18. – 31. ágúst n.k.

Guðlaugur Valgeirsson KFR mun taka sæti Skúla Freys Sigurðssonar ÍA, sem dæmdur hefur verið í 6 mánaða bann af dómstóli ÍSÍ. Karlalandsliðið í keilu verður því þannig skipað: Arnar Davíð Jónsson KFR, Andrés Páll Júlíusson ÍR, Einar Már Björnsson ÍR, Guðlaugur Valgeirsson KFR, Hafþór Harðarson ÍR og Magnús Magnússon ÍR.

Liðið mun halda utan um miðjan ágúst og þangað til munu landsliðsmennirnir æfa reglulega bæði í keilusal og utan og Haukur Ingi Guðnason íþróttasálffræðingur mun einnig koma að undirbúningnum. 

Guðlaugur Valgeirsson sem keppir með KFR-Lærlingum og Einar Már Björnsson sem keppir með ÍR-PLS eru nýliðarnir í hópnum. Arnar Davíð Jónsson KFR sem býr og keppir í Noregi mun keppa á sínu öðru móti með karlalandsliðinu, en hann var í liðinu sem keppti á Evrópumótinu í Vín í Austurríki í ágúst. Andrés Páll Júlíusson sem keppir með ÍR-KLS er að keppa á sínu þriðja móti, en hann keppti á Evrópumótinu í Vín 2007 og Heimsmeistaramótinu í Bankok í Tælandi 2008 og kemur því aftur  inn í liðið aftur eftir nokkurra ára hlé. Hafþór Harðarson úr ÍR-PLS og Magnús Magnússon úr ÍR-PLS hafa hins vegar verið fastamenn í karlalandsliðinu undanfarin ár.

Á mótinu verður keppt í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi, liðakeppni og meistarakeppni einstaklinga. Sjá heimasíðu mótsins

Allar nánari upplýsingar gefa Hörður Ingi Jóhannsson karlalandsliðsþjálfari og landsliðsnefnd KLÍ [email protected]

Myndin er af Guðlaugi Valgeirssyni

Nýjustu fréttirnar