Úrslitakeppni Utandeildar KLÍ 2013

Facebook
Twitter

Úrslitakeppni Utandeildar KLÍ fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll á morgun, laugardaginn 4. maí og hefst keppni kl. 11:00. Til úrslita keppa efstu tvö liðinu úr hverjum riðli Utandeildarinnar , en þau eru Landsbankinn 1 og Utandeildarmeistarar síðasta árs Geirfuglar úr Riðli 1. Naddóður og Langi burður og feykjurnar úr Riðli 2 og Steven Segal og Amish-the way of life úr Riðli 3.

Keppnin fer fram á brautum 7 – 12, sjá brautaskipan í úrslitum.

Sjá upplýsingar um Utandeild KLÍ hér

Í úrslitum leika liðin einfalda umferð eftir sama fyrirkomulagi og í riðlakeppninni. Það lið sem hefur flest stig að þessum leikjum umferðum loknum er Utandeildarmeistari. Ef tvö eða fleiri lið eru með jafnmörg stig sigrar það lið sem er með hærra meðaltal úr úrslitakeppninni. Ef það er jafnt gildir meðaltal úr forkeppninni og ef það er jafnt skal hlutkesti ráða úrslitum. Ef fjöldi liða í úrslitakeppni er fleiri en 4 lið skal leika einfalda umferð. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í deildinni og hlýtur sigurvegarinn auk þess veglegan farandgrip til varðveislu í eitt ár. Auk þessa eru veitt margvísleg liða- ogeinstaklingsverðlaun.

Nýjustu fréttirnar