AMF World Cup mótaröðin 2012 -2013

Facebook
Twitter

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 hófst kl. 9:00 í morgun, sunnudaginn 21. apríl, í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Eftir spennandi keppni og góða spilamennsku í 10 manna úrslitum er það Hafþór Harðarson ÍR sem er í efsta sæti með samtals 2.350, en hann spilaði 299 í 9. leiknum og setti Íslandsmet í 9 leikjum með samtals 2.190 pinna. Bætti hann met Ásgeirs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2004 um 89 pinna. Í 2. sæti varð Magnús Magnússon ÍR með samtals 2.191, Arnar Sæbergsson ÍR varð í 3. sæti með samtals 2.189, en þessir þrír keppendur höfðu nokkra yfirburði yfir mótherja sína í dag. Magnús S. Guðmundsson ÍA tryggði sér svo 4. og síðasta sætið í úrslitunum með samtals 1.889, fjórum pinnum meira en Guðný Gunnarsdóttir sem varð í 5. sæti með 1.885. Til úrslita keppa fjórir efstu keppendurnir. Sjá stöðuna allir við alla

Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Sýnt var beint frá keppninni á SportTV  og sá Hörður Ingi Jóhannsson um lýsinguna. Einnig var hægt að fylgjast með keppninni á Facebook síðu Keilusambandsins

Nýjustu fréttirnar