Evrópumót unglinga 2013 – Einstaklingskeppni stúlkna

Facebook
Twitter

Í dag, laugardaginn 30. mars fór fram einstaklingakeppni stúlkna á Evrópumóti unglinga í keilu 2013. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR kepptu í seinni hópnum eftir hádegi í dag. Katrín Fjóla átti mjög góðan dag, spilaði samtals 1.095, eða 182,5 að meðaltali í sex leikjum og endaði í 36. sæti. Hún setti persónulegt met í tveimur leikjum og var alveg við besta árangur í fimm og sex leikjum. Leikir hennar í dag voru 217, 201, 142, 154, 180 og 201. Hafdís Pála náði átti hins vegar sinn fyrsta slæma dag og spilaði samtals 886, og endaði í 65. sæti. Leikir hennar í dag voru 151, 138, 159, 131, 138 og 169. Hafdís Pála endaði í 50 sæti eftir mótið í heild (All-Event) með samtals 3.078 og 171 að meðaltali í 18 leikjum, en Katrín Fjóla var tveimur pinnum á eftir í 51. sæti með 3.076 pinna og 170,9 að meðaltali. Verður þetta að teljast mjög góður árangur hjá stelpunum.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Til úrslita í einstaklingskeppni stúlkna kepptu Keira Reay Englandi, Maria Bulanova Rússlandi, Hannah Frost Englandi og Lisa Björklund Svíþjóð. Í undanúrslitunum vann Keira Reay mótherja sinn Lisu Björklund og Hannah Frost vann Mariu Bulanova. Í úrslitunum vann Keira Reay löndu sína Hannah Frost.

Til úrslita í einstaklingskeppni piltak kepptu Markus Bergendorff Danmörku, Hadley Morgan Englandi, Pontus Andersson Svíþjóð og Oyvin Kulseng Noregi. Í undanúrslitunum vann Oyvin Kulseng mótherja sinn Markus Bergendorff og Hadley Morgan vann Pontus Andersson. Í úrslitunum sigraði Hadley Mrogan síðan Ovin Kulseng.

Á morgun verður keppt í einstaklingskeppni meistarann (Masters Final) og hefst keppni kl. 9:00 að staðartíma (kl. 7:00 að íslenskum tíma núna þegar sumartími er kominn í Austurríki)

Nýjustu fréttirnar