Evrópumót unglinga 2013 – Einstaklingskeppni pilta

Facebook
Twitter

Í dag, föstudaginn langa 29. mars fór fram einstaklingakeppni pilta á Evrópumóti unglinga í keilu 2013.  Aron Benteinsson ÍA og Andri Freyr Jónsson KFR spiluð með fyrri hópnum, en Guðmundur Ingi Jónsson ÍR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR  spiluðu með seinni hópnum. Aron Benteinson spilaði best íslensku keppendanna í dag og endaði með 999 seríu í 82. sæti, leikir hans voru 221, 165, 147, 172, 126 og 168. Andri Freyr Jónsson spilaði 981 og endaði í 87. sæti, leikir hans voru 134, 153, 156, 211, 185 og 142. Guðmundur Ingi Jónsson spilaði 953 og endaði í 95. sæti, leikir hans voru 161, 159, 158, 155, 150 og 170. Hlynur Örn Ómarsson spilaði 947 og endaði í 97. sæti, leikir hans voru 172, 162, 127, 145, 141 og 200.

Einstaklingskeppni stúlkna fer fram á morgun, laugardaginn 30. mars. Hafdís Pála Jónasdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir spila með seinni hópnum sem hefur keppni kl. 13:15 (kl. 12:15 að íslenskum tíma).

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Til úrslita í einstaklingskeppni pilta keppa Markus Bergendorff Danmörku, Hadley Morgan Englandi, Pontus Andersson Svíþjóð og Oyvin Kulseng Noregi.

Nýjustu fréttirnar