Deildarbikar liða 2012 – 2013

Facebook
Twitter

Fimmta og síðasta umferð deildarbikars liða fór fram þriðjudaginn 12. mars s.l. B riðlill spilaði þá í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, en A og C riðlar spiluðu í Keiluhöllinni í Egilshöll. ÍR-KLS og ÍR-PLS tryggðu sér tvö efstu sætin í A-riðli og þar með sæti í úrslitakeppni deildarbikars liða sem fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudaginn 3. apríl n.k. Í B riðli voru það ÍA liðin, ÍA og ÍA-W sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og úr C riðli voru það KR-A og og KFR-Lærlinga sem spila til úrslita.

Í A riðli voru úrslitin þannig að ÍR-KLS tryggði sér efsta sæti riðilsins með 42 stig og 206,16 að meðaltali. ÍR-PLS varð í 2. sæti með 38 stig og 206,84 að meðaltali í leik. KR-B varð í 3. sæti riðilsins með 30 stig og 186,32 að meðaltali, en ÍR-TT hafnaði í 4. sæti með 24 stig og 193,42 að meðaltali.

Í B riðli tryggði  ÍA sér efsta sæti riðilsins með 46 stig og 194,60 að meðaltali. ÍA-W varð í 2. sæti með 40 stig og 189,78 að meðaltali í leik. ÍR-Buff náði 3. sætinu á endasprettinum með 22 stig og 173,58 að meðaltali, en ÍR-NAS hafnaði í 4. sæti með 18 stig og 161,44 að meðaltali.

Í C riðli tryggði KR-A sér efsta sætið með 44 stig og 190,30 að meðaltali. KFR-Lærlingar urðu í  2. sæti með 40 stig og 194,58 að meðaltali í leik. KFR-Afturgöngurnar héldu 3. sætinu með 26 stig og 172,08 að meðaltali, en ÍR-L hafnaði í 4. sæti með 24 stig og 175,52 að meðaltali í leik.

Úrslit deildarbikars liða fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudaginn 3. apríl n.k. og hefst keppni kl. 19:00. Olíuburður í Deildarbikarnum er Weber Cup 2007 41 fet. Sjá nánar deildarbikar liða

 

Nýjustu fréttirnar