Staðan í 2. deild karla

Facebook
Twitter

Þegar 18 umferðum af 21. er lokið í keppni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er KR-B búið tryggja sér efsta sætið í B riðli deildarinnar með 302,5 stig og 79 pinna forskot á næsta lið ÍR-Blikk sem er í 2. sæti með 223,5 stig, ÍR-NAS er í 3. sæti með 192,5 stig og síðan kemur ÍR-T í 4. sæti með 168,5 stig. Botnliðin ÍR-G og ÍA-B eiga einn leik til góða, en leik þeirra í 18. umferð var frestað vegna þátttöku liðsmanna í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf. Leikurinn hefur verið settur á sunnudaginn 17. mars kl. 16:00 í Keilusalnum á Akranesi.

Í A-riðli er keppnin hins vegar mun meira spennandi. ÍR-Broskarlar hafa nú tekið efsta sætið af Þór Akureyri með 269 stig. Þór kemur eins og áður segir í 2. sæti með 250,5 stig, ÍR-Naddóður er í 3. sæti með 233,5  og ÍR-A er í 4. sæti með 228 stig.

Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni eða 188,9 að meðaltali í leik í 27 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 187,6 að meðaltali í leik að loknum 21 leik og Bragi Már Bragason KR-B er síðan með þriðja hæsta meðaltalið eins og er með 177,8 að meðaltali í 42 leikjum. Guðmundur Freyr Aðalsteinsson Þór er efstur í stigakeppninni með 0,857 unnin stig að meðaltali í leik, Matthías Helgi Júlíusson KR-B kemur næstur með 0,844 stig að meðaltali og síðan kemur Ingi Már Gunnarsson ÍR-Naddóði með 0,824. Stefán Þór er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,44 að meðaltali í leik, Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór kemur næstur með 4.36 og síðan koma Sigurður Valur og Matthías Helgi Júlíusson KR-B jafnir með 4.19 fellur að meðaltali í leik. Matthías Helgi hefur spilað hæsta leik í deildinni í vetur 267, næstur kemur Sigurður Valur með 255 og þriðja hæsta leikinn 245 spilaði Brynjar Lúðvíksson ÍR-Blikk. Ólafur Guðmundsson KR-B hefur spilað hæstu seríu vetrarins 65o, Gunnar Þór Gunnarsson í Þór spilaði 649 og Bragi Már Bragason KR-B spilaði 646. Sjá stöðuna í deildunum

Í næstu viku lýkur tveggja vikna hléi á keppni í deildum og í 19. umferð taka Þórsarar á móti ÍFH-A í Keilunni á Akureyri laugardaginn 16. mars febrúar kl. 15:00. Mánudaginn 18. mars mætast ÍR-Broskarlar og ÍR-Keila.is í Öskjuhlíð, en KFR-B og ÍR-Naddóður, ÍA og KFR-KP-G eigast við í Egilshöll. Þriðjudaginn 19. mars keppa ÍR-Blikk og ÍR-NAS ÍFH-D og ÍA-B, ÍR-T og KFR-Þröstur í Öskjuhlíðinni, en ÍR-G og KR-B spila í Egilshöllinni. Sjá nánar dagskrá

Nýjustu fréttirnar