Íslandsmót einstaklinga með forgjöf – Undanúrslit

Facebook
Twitter

Keppni í undanúrslitum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf er þá lokið. Það verða Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR sem keppa til úrslita í kvennaflokki. Ragna Matthíasdóttir KFR tryggði sér 3. sætið, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR hafnaði í 4. sæti,  Jóna Gunnarsdóttir KFR í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR í 6. sæti.

Sjá stöðuna eftir undanúrslit í kvennaflokki

Það verða Kristófer Unnsteinsson ÍR og Baldur Hauksson ÍFH sem keppa til úrslita í karlaflokki. Andri Freyr Jónsson KFR tryggði sér 3. sætið, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR endaði í 4. sæti, Þröstur Friðþjófsson ÍFH varð í 5. sæti og Guðlaugur Valgeirsson KFR endaði í 6. sæti.

Sjá stöðuna eftir undanúrslit í karlaflokki

 

Að loknum fjórða leik er röðin enn óbreytt í kvennaflokki. Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA er í efsta sæti með 150 pinna forskot á Hafdísi Pálu Jónasdóttur KFR í 2. sæti. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti 105 pinnum á eftir, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti 126 pinnum á eftir, Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Að loknum fjórða leik er Kristófer Unnsteinsson ÍR enn í efsta sæti með 207 pinna forskot á Baldur Hauksson ÍFH sem er í 2. sæti. Sigurbjörn Vilhjálmsson KR er í 3. sæti 29 pinnum á eftir, Andri Freyr Jónsson KFR er kominn upp í 4. sætið 41 pinna á eftir, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 5. sæti og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í karlaflokki

 

Að loknum þriðja leik er staðan enn óbreytt í kvennaflokki. Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA enn í efsta sæti, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er í 2. sæti 84 pinnum á eftir, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti 49 pinnum á eftir, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti 83 pinnum á eftir,  Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Að loknum þriðja leik er staðan þannig í karlaflokki að Kristófer Unnsteinsson ÍR er enn í efsta sæti, Baldur Hauksson ÍFH er aftur kominn upp í 2. sætið, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR 3. sæti, 26 pinnum á eftir, Andri Freyr Jónsson KFR er kominn upp í 4. sætið 32 pinnum á eftir, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 5. sæti 46 pinnum á eftir og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti 97 pinnum á eftir. Sjá stöðuna í karlaflokki

 

Eftir annan leikinn er staðan í kvennaflokki óbreytt Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA enn í efsta sæti, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er í 2. sæti, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti,  Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Eftir annan leikinn í karlaflokki er staðan einnig óbreytt. Kristófer Unnsteinsson ÍR er í efsta sæti, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR er í 2. sæti, Baldur Hauksson ÍFH er í 3. sæti, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 4. sæti, Andri Freyr Jónsson KFR er í 5. sæti og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti. Sjá stöðuna í karlaflokki

 

Eftir fyrsta leikinn í kvennaflokki er Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA enn í efsta sæti, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er komin í 2. sætið, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti einum pinna á eftir, Ragna Matthíasdóttir KFR er í 4. sæti 18 pinnum á eftir, Jóna Gunnarsdóttir KFR er í 5. sæti 58 pinnum á eftir og Bára Ágústsdóttir KFR er í 6. sæti 59 pinnum á eftir. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Eftir fyrsta leikinn í karlaflokki er Kristófer Unnsteinsson ÍR enn í efsta sæti, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR er kominn í 2. sætið, Baldur Hauksson ÍFH er í 3. sæti 2 pinnum á eftir, Þröstur Friðþjófsson ÍFH er í 4. sæti 37 pinnum á eftir, Andri Freyr Jónsson KFR er í 5. sæti 41 pinna á eftir og Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti 141 pinna á eftir. Sjá stöðuna í karlaflokki

Keppni í undanúrslitum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf fer fram í Egilshöllinni í kvöld þriðjudaginn 5. mars og hefst keppnin kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik.

 

Nýjustu fréttirnar