Íslandsmót unglinga 2013

Facebook
Twitter

Íslandsmóti unglinga í keilu 2013 verður haldið í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Keiluhöllinni Egilshöll helgarnar 16. – 17. og 23. – 24. febrúar 2013. Skráning fer fram hjá þjálfurum og lýkur fimmtudaginn 14. febrúar kl. 22:00.

Sú breyting hefur hefur verið gerð á dagskránni um næstu helgi að keppendur í 3., 4. og 5 flokki byrja að spila klukkan 10:00 á laugardaginn 23. febrúar í Öskjuhlíðinni og klukkan 09:30 á sunnudaginn 24. febrúar í Egilshöllinni.  Keppendur í 1. og 2. flokki byrja að spila á sunnudaginn 24. febrúar klukkan 08:00 í Egilshöllinni.

Íslandsmót unglinga 2013 verður haldið dagana 16. febrúar, 17. febrúar, 23. febrúar og 24. febrúar.

1. og 2. flokkur spila 18 leiki, 6 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, en í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00 og sunnudag 24. febrúar kl. 08:00.
3., 4. og 5. flokkur spila 12 leiki, 3 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00, í Öskjuhlíð laugardag 23. febrúar kl. 10:00 og í Egilshöll sunnudag 24. febrúar kl. 09:30.
Þrír efstu keppendurnir í 1 – 3 flokki spila til úrslita að lokinni keppni sunnudaginn 24. febrúar, en í 4. og 5. flokki er ekki spilað til úrslita. Úrslit í opna flokknum verða spiluð stax að loknum úrslitum í öðrum flokkum.

Sjá nánar í auglýsingu

Flokka skipting í mótinu er eftirfarandi:
1. Flokkur 17 – 18 ára (f. 1995 – 1996)
2. Flokkur 15 – 16 ára (f. 1997 – 1998)
3. Flokkur 13 – 14 ára (f. 1999 – 2000)
4. Flokkur 11 – 12 ára (f. 2001 – 2002)
5. Flokkur 9 – 10 ára (f. 2003 – 2004)

Skráning fer fram hjá þjálfurum og lýkur fimmtudaginn 14. febrúar kl. 22:00. Olíuburður í mótinu verður auglýstur síðar. Sjá nánar  í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót unglinga.

Unglinganefnd KLÍ

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR voru Íslandsmeistarar í opnum flokki á Íslandsmóti unglinga í keilu 2012. Sjá einnig upplýsingar um Íslandsmeistara fyrri ára.

 

Nýjustu fréttirnar