Meistarakeppni ungmenna 4. umferð

Facebook
Twitter

4. umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í morgun. Keppendur voru 41 talsins og var sérstaklega góð þátttaka í yngstu flokkunum. Greinilegt er að barna- og unglingastarfið hjá félögunum er að skila sér í auknum fjölda keppenda.

Landsliðsfólkið okkar stóð sig mjög vel í keppninni og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR setti glæsilegt Íslandsmet í 6 leikjum í flokki 15 – 16 ára pilta þegar hann spilaði 1.283 eða 213,8 að meðaltali í leik og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR bætti persónulegt met bæði hæsta leik 223 og í 6 leikjum þegar hún spilaði 1.096.

Einnig er búið að staðfesta Íslandsmet Andra Freys Jónassonar KFR 1.083 í 5 leikjum í sama flokki sem hann setti í 2. umferð Meistarakeppni ungmenna 24. nóvember 2014. 

Sjá upplýsingar um Íslandsmet og persónulegan árangur  sem skráður er í Allsherjarmeðaltali.

Sigurvegarar í einstökum flokkum voru eftirtaldir:

1. flokkur pilta
Arnar Davíð Jónsson KFR 1.233
Guðlaugur Valgeirsson KFR 1.218
Andri Þór Göthe ÍR 1.081

2. flokkur stúlkna
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 1.096
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 998
Natalía G. Jónsdóttir ÍA 732

2. flokkur pilta
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 1.283
Andri Freyr Jónsson KFR 1.173
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1.015

3. flokkur stúlkna
Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 818
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 801
Helga Ósk Freysdóttir KFR 777

3. flokkur pilta
Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA 864
Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 836
Erlingur Sigvaldason ÍR 816

4. flokkur stúlkna
Elva Rós Hannesdóttir 332

4. flokkur pilta
Benóný Sigurðsson ÍR 374
Ágúst Stefánsson ÍR 369
Jóhann Ársæll Atlason ÍA 360

Sjá leiki í 4. umferð og stöðuna í Meistarakeppni ungmenna

Nýjustu fréttirnar