Karlalandsliðið tilkynnt

Facebook
Twitter

Hörður Ingi Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur nú tilkynnt hópinn sem skipar karlalandslið Íslands í keilu á Heimsmeistaramót 2013 sem haldið verður í borginni i Las Vegas í Bandaríkjunum dagana 18. – 31. ágúst n.k.

Karlalandsliðið verður þannig skipað Arnar Davíð Jónsson KFR, Andrés Páll Júlíusson ÍR, Einar Már Björnsson ÍR, Hafþór Harðarson ÍR, Magnús Magnússon ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA.Varamaður verður Stefán Claessen ÍR.

Einar Már Björnsson ÍR (sjá mynd) er nýliði í hópnum að þessu sinni. Arnar Davíð Jónsson KFR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA eru á sínu öðru móti með karlalandsliðinu, en þeir voru í liðinu sem keppti á Evrópumótinu í Vín í Austurríki í ágúst. Andrés Páll Júlíusson ÍR er að keppa á sínu þriðja móti, en hann keppti á Evrópumótinu í Vín 2007 og Heimsmeistaramótinu í Bankok í Tælandi 2008 og kemur því aftur  inn í liðið aftur eftir nokkurra ára hlé.

Á mótinu verður keppt í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi, liðakeppni og meistarakeppni einstaklinga. Sjá heimasíðu mótsins

Allar nánari upplýsingar gefa þjálfari og landsliðsnefnd KLÍ

Myndin er af Einari Má Björnssyni ÍR sem er nýliðinn í karlalandsliðinu að þessu sinni.

Nýjustu fréttirnar