Keppni í milliriðli lokið á Íslandsmóti einstaklinga

Facebook
Twitter

Magnús Magnússon ÍR heldur efsta sætinu í karlaflokki eftir keppni í milliriðli á Íslandsmóti einstaklinga í keilu. Hafþór Harðarson ÍR er kominn í 2. sætið og hefur sætaskipti við Skúla Frey Sigurðsson ÍA sem er nú í 3. sæti, en Kristján Þórðarsson ÍA er enn í 4. sæti. Hafþór og Arnar Sæbergsson ÍR spilaðu best allra keppenda í karlaflokki í kvöld, Hafþór var með 1.350 eða 225 að meðaltali í 6 leikjum, en Arnar spilaði samtals 1.330 og hækkaði sig með því úr 9. í 6. sætið og tryggði sér sæti í undanúrslitum.

Magnús spilaði 1.290 í kvöld og er með samtals 3.991 pinna og 221,72 að meðaltali í 18 leikjum og hefur 27 pinna forskot á Hafþór með 3.964 og 220,22 að meðaltali. Skúli Freyr er 3. sæti með 3.905 pinna og 216,94 að meðaltali og Kristján spilaði 1.180 í kvöld, en heldur 4. sætinu með 3.785 og 210,28 að meðaltali. Einar Már Björnsson ÍR er kominn í 5. sætið með 3.630, næstur er Arnar Sæbergsson ÍR með 3.607, Arnar Davíð Jónsson KFR er enn í 7. sæti með 3. 585 og Björn Birgisson KFR er í 8. sæti og síðastur inn í undanúrslitin með 3.576. Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA endaði í 9. sæti, Sveinn Þrastarson KFR var í 10. sæti, og í næstu sætum voru Hörður Einarsson ÍA, Guðlaugur Valgeirsson KFR, Bjarki Gunnarsson ÍR, Einar S. Sigurðsson ÍR, Ívar G. Jónasson KFR og Ársæll Björgvinsson KR.  Staðan eftir milliriðil í karlaflokki

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni á morgun, þriðjudaginn 5. febrúar og hefst kl. 19:00. Þar keppa 8 efstu karlarnir og efstu 8 konurnar einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Áfram verður spilað í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Verð í undanúrslitin er kr. 5.500.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga og ávinna sér einnig keppnisrétt á Evrópubikarmóti einstaklinga ECC2013 sem haldið verður í Bratislava í Slóvakíu dagana 21. – 28 október 2013

Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga Stutti olíuburðurinn í mótinu er 36 fet Järven og langi olíuburðurinn er 44 fet Älgen.

Mynd af keppendum í undanúrslitum, Kristján Þórðarson, Einar Már Björnsson, Skúli Freyr Sigurðsson, Björn Birgisson, Arnar Davíð Jónsson, Magnús Magnússon, Hafþór Harðarson og Arnar Sæbergsson.

Staðan eftir forkeppni í karlaflokki

Nýjustu fréttirnar