Forkeppni lokið á Íslandsmóti einstaklinga í keilu

Facebook
Twitter

Hafþór Harðarson ÍR og Magnús Magnússon ÍR spiluðu best allra keppenda í karlaflokki í dag og eru nú komnir í toppbaráttuna eftir forkeppnina á Íslandsmóti einstaklinga í keilu. Magnús er í efsta sætinu eftir daginn og var við það að spila annan 300 leikinn á einni viku þegar hann spilaði 286, en leikir hans voru 201, 277, 286, 224, 195 og 256 og samtals 1.439 eða 239,83 að meðaltali. Hafþór spilaði enn betur eða samtals 1.471 í dag sem gerir 245,17 að meðaltali í leik. Leikir hans voru 280, 247, 228, 247, 235 og 234  og dugði það til að þess að hann hækkaði úr 10. í 3. sætið. Skúli Freyr Sigurðsson ÍA er enn í 2. sæti og Kristján Þórðarsson ÍA sem var efstur eftir fyrri daginn er í 4. sæti.
 

Magnús er nú í 1. sæti með samtals 2.701 pinna og 225,08 að meðaltali í 12 leikjum og hefur 65 pinna forskot á Skúla Frey sem spilaði 1.222 í dag og heldur 2. sætinu með samtals 2.636 og 219,67 að meðaltali. Hafþór er í 3. sæti með 2.614 pinna og 217,83 að meðaltali og Kristján spilaði 1.179 í dag og fellur niður í 4. sætið með samtals 2.605 pinna og 217,08 að meðaltali. Þessir fjórir eru komnir með nokkuð forskot á aðra keppendur, því næstur kemur Björn Birgisson KFR í 5. sæti með samtals 2.440 pinna eða 203,33 að meðaltali. Í 6. sætinu er Einar Már Björnsson ÍR með 2.356 eða 196,33, Arnar Davíð Jónsson KFR spilaði 1.261 í dag og hækkar sig úr 17. sæti í það 7. með samtals 2.318 pinna og 193,17 í meðaltal. Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA spilaði 1.208 í dag og hækkaði sig úr 15. í 8. sæti með samtals 2.287 pinna og 190,58 að meðaltali. Keppnin um næstu sæti er einnig hörð, Arnar Sæbergsson ÍR er í 9. sæti með 2.277 pinna, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 10. sæti með 2.241, Sveinn Þrastarson KFR er 11. með 2.239, Hörður Einarsson ÍA er í 12. sæti með 2.235, Ívar G. Jónasson KFR er í 13. sæti með 2.224, Einar S. Sigurðsson ÍR er í 14. sæti með 2.217 og Bjarki Gunnarsson ÍR er í 15. sæti með 2.192. Síðastur inn í milliriðilinn og í 16. sæti var gamla brýnið Ársæll Björgvinsson KR með samtsl 2.145 og er hann eini KR sem tókst að tryggja sig áfram í kepnninni í ár. Sindri Már Magnússon KFR missti hins vegar af sæti í milliriðli og endaði í 17. sæti með 2.124 pinna og 21 pinna á eftir Ársæli. Staðan eftir forkeppni í karlaflokki

Keppni í milliriðli fer fram í Egilshöllinni á morgun, mánudaginn 4. febrúar og hefst kl. 19:00. Í milliriðli spila efstu 16 karlarnir og efstu 12 konurnar 6 leiki og komast 8 efstu kepppendurnir úr hvoru flokki áfram í undanúrslit. Spilað verður í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Verð í milliriðilinn er kr. 5.000.

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni þriðjudaginn 5. febrúar og hefst kl. 19:00. Þar keppa 8 efstu karlarnir og efstu 8 konurnar einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Áfram verður spilað í löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Verð í undanúrslitin er kr. 5.500.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga og ávinna sér einnig keppnisrétt á Evrópubikarmóti einstaklinga ECC2013 sem haldið verður í Bratislava í Slóvakíu dagana 21. – 28 október 2013

Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga Stutti olíuburðurinn í mótinu er 36 fet Järven og langi olíuburðurinn er 44 fet Älgen.

Nýjustu fréttirnar