Keilumót RIG 2013 – Milliriðill

Facebook
Twitter

Magnús Magnússon ÍR hafði nokksra yfirburði yfir aðra keppendur í milliriðli RIG mótsins. Hann hafði forystu í riðlinum frá fyrsta leik og spilaði samtals 1.526 eða 254,3 að meðaltali í 6 leikjum og bætti persónulegt met frá því að hann vann bronsið á Evrópumóti í keilu í Álaborg 2001. Hann spilaði jafnframt fyrsta 300 leik mótsins í síðasta leiknum í morgun og er það fimmti 300 leikurinn hans á ferlinum.

Í 2. sæti eftir keppni í milliriðlinum var Kim Ojala með 1.360, í 3. sæti var Skúli Freyr Sigurðsson ÍA með 1.285, Róbert Dan Sigurðsson ÍR var í 4. sæti með 1.277, Matthias Arup var í 5. sæti með 1.274 og í 6. sæti og síðastur inn í undanúrslitin var Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA með 1.253. Staðan eftir milliriðil

Keppnin um sæti í undanúrslitum var jöfn og spennandi allt til loka og þegar upp var staðið munaði aðeins 20 pinnum á næstu þremur sætum. Þeir sem máttu sætta sig við að sitja eftir í riðlinum voru Matthias Möller með 1.245, Arnar Sæbergsson ÍR með 1.240, Magnús S. Guðmundsson ÍA með 1.234, Hörður Einarsson ÍA með 1.163, Guðlaugur Valgeirsson KFR með 1.147 og Linda Hrönn Magnúsdóttir með 1.088. Staðan eftir milliriðil

Nýjustu fréttirnar