Keilumót RIG 2013 – Staðan að loknum Riðli 1

Facebook
Twitter

Í gær hófst keppni í keilu formlega á Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International games 2013, sem jafnframt er 2. umferð AMF World Cup mótsins. Alls tóku 28 keppendur þátt í þessum riðli.
 
Robert Andersson, sem nú er mættur til að verja titil sinn frá því í fyrra og bæta þriðja RIG titilinum í safnið, byrjaði mótið frábærlega með 1.480 pinna seríu í gærkvöldi eða 246,67 pinna að meðaltali í 6 leikjum. Sería Roberts í gær var 217, 269, 276, 214, 238 og 266 og hefur hann nú 55 pinna forskot á Hafþór Harðarson ÍR sem er í 2. sæti með 1.425 í seríu eða 237,50 að meðaltali. Í næstu tveimur sætum koma sænsku landsliðskonurnar Rebecka Larsen og Joline Person-Planefors með 1.419 og 1.413 seríur. Sjá stöðuna í mótinu

Magnús Magnússon ÍR er í 5. sæti með 1.359 og næstir koma Matthias Årup með  1.354 seríu og nafni hans Matthias Möller var með 1.327 og Arnar Sæbergsson ÍR kemur síðan í 8. sæti með bestu seríu upp á 1.289. Í 9. sæti og efst íslenskra kvenna er landsliðskonan Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR, sem setti persónulegt met í gær þegar hún spilaði 1.223 seríu og bætti fyrra met sitt um heila 67 pinna. Svíinn Kim Ojala kemur síðan í 10. sæti með 1.257 seríu eða 209,50 að meðaltali.

Margir háir leikir litu dagsins ljós í gær.  Robert Andersson á nú hæsta leik mótsins 276, en Jolin Person-Planefors spilaði 275.  Vonumst við að sjálfsögðu til að fá að sjá að minnsta kosti einn 300 leik áður en mótið er búið. Miðað við spilamennskuna í gær má reikna með að það þurfi um 200 meðaltal til að tryggja sér sæti í 16 manna úrslitum og í kringum 210 meðaltal inn í 10 manna úrslit sem hvoru tveggja fara fram sunnudaginn 27.  janúar. Bein útsending verður á SportTV frá leikjum í úrslitum kl. 15:00 á sunnudaginn. Sjá nánar í dagskrá
 
Á morgun laugardaginn 26. janúar verður spilað í tveimur síðustu riðlum forkeppninnar kl. 9:00 og kl. 13:00. Ennþá er nóg laust í fyrri riðilinn, en það er að verða fullt í seinni riðilinn sjá skráningu
 
Sjá stöðuna í mótinu

Nýjustu fréttirnar