Staðan í 1. deild karla

Facebook
Twitter

Þegar 11. umferðum er lokið í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er röð efstu liðanna óbreytt. ÍR-PLS hefur 15 stiga forystu á ÍR-KLS í efsta sæti deildarinnar og eru með 170,5 stig, en ÍR-KLS er með 160,5 stig. Lið Skagans koma í næstu tveimur sætum, ÍA er í þriðja sæti með 154,5 stig, en ÍA-W er í fjórða sæti með 113,5 stig og leik til góða á móti KFR-JP-kast. Sjá nánar

Leikur ÍA-W og KFR-JP-kast hefur verið settur á sunnudaginn 10. febrúar kl. 20:00 í Keilusalnum á Akranesi.
 

Úrslit leikja 11. umferðar sem fram fór þriðjudaginn 15. janúar 2013 voru eftirfarandi:
ÍR-L – ÍR-PLS 18 – 2
KR-C – ÍA-W 11 – 9
KFR-Lærlingar – ÍA 2 – 18
KFR-Stormsveitin – ÍR-KLS 7 – 13
KR-A – KFR-JP-kast 12.5 – 7,5

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 222.6 að meðaltali í leik í 30 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 211,0 að meðaltali í 15 leikjum og Róbert Dan Sigurðsson ÍR-PLS er nú kominn í þriðja sætið með 203,0 að meðaltali í 30 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Róbert Dan Sigurðsson efstur með 0,833 stig að meðaltali í leik, Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W kemur næstur með 0,800 að meðaltali í 33 leikjum og Einar Már Björnsson ÍR-PLS er þriðji með 0,788 að meðaltali í leik í 33 leikjum.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

Í 12. umferð sem fer fram sunnudaginn 20. og þriðjudaginn 21. janúar mætast: ÍA og KR-C, ÍA-W og KR-A á Skaganum. En í Egilshöllinni keppa ÍR-PLS og KFR-Stormsveitin, ÍR-KLS og KFR-Lærlingar, KFR-JP-kast og ÍR-L.

Nýjustu fréttirnar