Keppni í keilu hafin á RIG 2013

Facebook
Twitter

Í morgun hófst keppni í keilu á Reykjavíkurleikunum 2013, Reykjavik International games 2013, sem jafnframt er 2. umferð AMF World Cup mótsins. Alls kepptu 24 keppendur í þessum forkeppnis riðli mótsins (Early bird) sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll. Að loknum fyrstu 6 leikjum mótsins er Hafþór Harðarsson ÍR efstur með 1.425 pinna eða 237.5 að meðaltali í leik og hefur 66 pinna forystu á Magnús Magnússon ÍR. Magnús spilaði samtals 1.359 sem gerir 226.5 að meðaltali og hefur 70 pinna á Arnar Sæbergsson ÍR, sem kemur þriðji með 1.289 eða 214,83 að meðaltali. Skagamaðurinn Magnús S. Guðmundsson kemur síðan í fjórða sæti með samtals 1.224 pinna eða 204,0 að meðaltali. Sjá stöðuna í mótinu

Efstu þrír keppendurnir höfðu nokkra yfirburði í keppninni í þessum riðli í morgun og verður spennandi að fylgjast með þeim og öðrum íslenskum keilurum etja kappi við nokkra af bestu sænsku keilurum sem mæta til keppni í næstu viku. Vonum við að sem flestir íslenskir keppendur nýti tækifærið og skrái sig til keppni í mótinu. Skráning er á netinu og lýkur skráningu í næsta riðil sem fram fer fimmtudaginn 24. janúar kl. 22:00 miðvikudaginn 23. janúar. Sjá nánari upplýsingar um mótið.

Sjá stöðuna í mótinu

Nýjustu fréttirnar