RIG 2013 og AMF World Cup 2. umferð

Facebook
Twitter

Reykjavíkurleikarnir 2013, RIG The 2013 Reykjavik International Games fara fram dagana 17. – 27 janúar n.k. Keila er ein af keppnisgreinum leikanna og að þessu sinni fer keilukeppnin fram í Keiluhöllinni í Egilshöll. Forkeppni mótsins fer fram laugardaginn 19., fimmtudaginn 24. og laugardaginn 26. janúar og milliriðill og úrslitakeppni fer fram sunnudaginn 27. janúar. Mótið er jafnframt 2. umferð AMF World Cup mótaraðarinnar, en sigurvegara í karla- og kvennaflokki á mótaröðinni ávinna sér keppnisrétt á Qubica AMF World Cup 2013. Skráning er á netinu og lýkur skráningu í „Early bird“ riðilinn föstudaginn 18. janúar kl. 22:00, sjá nánar í auglýsingu.

Olíuburður í mótinu verður 2011 EBT 5th Qubica AMF Slovenia

Nú þegar hafa nokkrir erlendir keppendur boðað komu sína á leikana, en þeir eru Svíarnir Rebecka Larsen, Joline Planfors Person, Matias Arup, Kim Ojala, Mattias Möller og Robert Andersson. Glæsilegur hópur sem verður gaman að fylgjast með í keppni við bestu íslensku keilarana.

Olíuburður í mótinu verður 2011 EBT 5th Qubica AMF Slovenia

Dagskrá RIG, Auglýsing fyrir RIG, Mótsblað RIG

Sjá einnig heimasíðu RIG og Facebook síðu RIG

Nýjustu fréttirnar