QubicaAMF – 24. manna úrslit

Facebook
Twitter

Í dag fór fram keppni í 24. manna úrslitum kvenna og karla á QubicaAMF World Cup. Magnús Magnússon náði því miður ekki að fylgja eftir góðu gengi í gær til að eiga möguleika á að komast áfram í 8 manna úrslitin. Eftir  slæma byrjun náði hann sér þó á strik í lokin og náði að spila sig upp um nokkur sæti. Hann spilaði samtals 1.580 í dag eða 197,5 að meðaltali og endaði í 17. sæti með 210,4 að meðaltali eftir 28 leiki sem er engu að síður frábær árangur.

Eftir 24. manna úrslitin er Shanya Ng frá Singapore efst í kvennaflokki með 6.491 pinna, eða 231,8 að meðaltali í 28 leikjum. Önnur er Kirsten Penny Englandi með 6.463 pinna eða 230,8  og þriðja er  Aumi Guerra frá Dóminíkanska lýðveldinu með 6.442 pinna og 230,1 að meðaltali. Síðust inn i 8. manna úrslitin í kvennaflokki var Jane Sin Malasíu með 6.099 pinna eða 217,8 að meðaltali. Heidi Thorstensen Noregi varð að sætta sig við 9. sætið , 82 pinnum á eftir með 214,9 að meðaltali.

Marshall Kent Bandaríkjunum heldur örugri forystu í karlaflokki,með 6.541 pinna eða 233,6 meðaltali í 28 leikjum. Á eftir honum kemur Hareb Al Mansoori frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum með 6.403 pinna eða 228,7 og þriðji er Andres Gomez frá Kólumbíu með 6.381 eða 227, 9. Síðastur inn í 8. manna úrslitin var Matt Chamberlain Englandi með 6.129 eða 218,9 að meðaltali. James Gruffman Svíþjóð missti af úrslitunum með 17 pinnum, en hann endaði með 6.112 pinna eða 218,3 að meðaltali. Það sama gilti um meistara síðasta árs Michael Schmidt frá Kanada, Jarmo Ahokas Finnlandi, Mads Sandbækken Noreg og fleiri.

Á morgun, laugardaginn 1.  desember hefst keppni í 8. manna úrslitum kvenna og karla kl. 8:00, en keppni í úrslitum hefst kl. 13:00.

Sjá nánar heimasíðu mótsins http://www.qubicaamf.com/World-Cup/2012-Wroclaw-Poland.aspx

og Facebook síðuna https://www.facebook.com/QubicaAMFWorldCup

Nýjustu fréttirnar