QubicaAMF – annar keppnisdagur

Facebook
Twitter

 

Nú er annar keppnisdagur hafinn á QubicaAMF World Cup og keppendur spila næstu 5 leikina í forkeppninni. Guðný Gunnarsdóttir átti betri dag og spilaði samtals 908 eða 182 að meðaltali í leik og hæsti leikurinn var 235. Guðný er nú í 54. sæti með 176 að meðaltali. Magnús Magnússon spilaði samtals 1.044 í dag eða 209 að meðaltali og er nú í 15. sæti með 215,3 að meðaltali eftir 10 leiki.

Á morgun, miðvikudag, hefur Guðný keppni kl. 17:30 (kl. 16:30 að íslenskum tíma), en Magnús kl. 08:00 (kl. 07:00 að íslenskum tíma) og verða þá einnig spilaðir 5 leikir.

 

Nú þegar keppni dagsins er lokið hjá konunum er Aumi Guerra frá Dónínikanska lýðveldinu enn í efsta sæti með 234,4 að meðaltali í 10 leikjum. Í öðru sæti er Kirsten Penny Englandi með 231,8 og þriðja er Shanya Ng frá Singapore með 230,2 að meðaltali, en Danielle McEwan Bandaríkjunum sem spilaði fyrsta 300 leik mótsins í morgun er fjórða með 226 að meðaltali í leik. Skorið hefur aðeins lækkað þannig að þarf í kringum 197 meðaltal til að tryggja sér sæti í 24. manna úrslitum í kvennaflokki. 

Þegar keppni er lokið í tveimur hollum af þremur hjá körlunum er Michalyo Kalika frá Úkraínu enn efstur karlanna með 229,8 að meðaltali. Næstur honum kemur James Gruffman Svíþjóð með 229 og þriðji er Marshall Kent Bandaríkjunum með 226,4 að meðaltali. Enn þarf tæplega 210 meðaltal til að tryggja sér sæti í 24. manna úrslitum í karlaflokki.

Sjá nánar heimasíðu mótsins http://www.qubicaamf.com/World-Cup/2012-Wroclaw-Poland.aspx

og Facebook síðuna https://www.facebook.com/QubicaAMFWorldCup

Nýjustu fréttirnar