Breytingar/frestanir leikja á Íslandsmóti liða

Facebook
Twitter

Í dag hófst deildarkeppni að nýju eftir tveggja vikna hlé vegna annarra móta og á morgun fer m.a. fram keppni í 1. deild kvenna og A riðli 2. deildar karla. Sjá dagskrá

Einnig fer fram á morgun leikur ÍR-PLS og KFR-Lærlinga frá 4. umferð 1. deildar karla sem fara átti fram í Keilhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 16. október.

Leikur ÍR-TT á móti KFA-ÍA í 8. umferð 1. deildar kvenna sem var á dagskránni í Egilshöllinni mánudaginn 26. nóvember hefur verið fluttur til þriðjudagsins 20. nóvember kl. 19:00 að beiðni ÍR-TT vegna þátttöku Guðnýjar Gunnarsdóttir í móti erlendis.

ÍFH mætti ekki til leiks á móti Þór í Keilunni á Akureyri laugardaginn 17. nóvember kl. 15:00. Þá átti að fara fram leikur þeirra frá 5. umferð A riðils 2. deildar karla sem var á dagskránni laugardaginn 20. október, en var frestað að beiðni ÍFH-A.

Mótanefnd KLÍ hefur einnig tilkynnt eftirfarandi breytingar/frestanir á leikjum á Íslandsmóti liða:

Leik ÍA-W og ÍR-KLS í 6. umferð 1. deildar karla sem leika á Í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 28. október n.k. var frestað að beiðni ÍR-KLS. Nýr leikdagur hefur verið settur á mánudaginn 26. nóvember kl. 20:00.
Leikur ÍA og ÍR-Buff í 9. umferð 1. deildar kvenna sem fara átti fram í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 9. desember, hefur verið fluttur á mánudaginn 10. desember kl. 19:00 að ósk ÍR-Buff.
Leik ÍA og KR í 12. umferð 1. deildar karla sem leika á Í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 20. janúar 2013 hefur verið færður til sunnudagsins 27. janúar 2013 kl. 13:00.

Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar