Meistaramót ÍR 2012

Facebook
Twitter

Ástrós Pétursdóttir og Arnar Sæbergsson tryggðu sér meistaratitlana í kvenna- og karlaflokki á Meistaramót ÍR í keilu sem fór fram í Egilshöll laugardaginn 10. nóvember 2012.  Í 2. sæti voru Snæfríður Telma Jónsson og Guðmundur Ingi Jónsson og í 3. sæti voru Sigríður Klemensdóttir og Birgir Kristinsson. Ingimar Þór Richter vann titilinn með forgjöf, í 2. sæti var Bjarki Gunnarsson og í 3. sæti var Ámundi Guðmundsson.

Þátttakendur í mótinu voru alls 34 og keppt var í karla- og kvennaflokki án forgjafar og opnum flokki með forgjöf.
Sjá heildarúrslit eftir forkeppni
Forkeppni í kvennaflokki
Forkeppni í karlaflokki
Forkeppni með forgjöf
 

Meistarmot-IR_2012_kvennaflokkurÍ undanúrslitum í kvennaflokki vann Ástrós Sigríði Klemensdóttur 211 – 167 og Snæfríður Telma vann Guðrúnu Soffíu Guðmundsdóttur 190 – 176. Í úrslitunum vann Ástrós Telmu 223 – 147 og Sigríður vann Guðrúnu Soffíu 184 – 176 í leik um 3. sætið. Sjá nánar úrslit kvenna

 

 

Meistaramot_IR_2012_karlaflokkur

 

Í undanúrslitum í karlaflokki vann Guðmundur Ingi Jónsson Birgi Kristinsson 220 – 212 og Arnar vann Heiðar Rafn Sverrisson 235 – 198. Í úrslitunum vann Arnar Guðmund Inga 237 – 214 og Birgir vann Heiðar 204 – 172 í leik um 3. sætið. Sjá nánar úrslit karla 

 

 

Í undanúrslitum með forgjöf vann Bjarki Gunnarsson Guðmund Jóhann Kristófersson 225 – 195 og Ingimar Þór Richter vann Ámunda Guðmundsson 206 – 169. Í úrslitunum vann Ingimar Þór Bjarka 224 – 219 og Ámundi vann Guðmund 219 – 195 í leik um 3. sætið. Sjá nánar úrslit með forgjöf

Nýjustu fréttirnar