ECC 2012 – Forkeppni karla lokið

Facebook
Twitter

Nú er lokið forkeppni karla á Evrópumóti einstaklinga í keilu og því ljóst hvaða 8 keppendur komast áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á morgun. Hafþór Harðarson ÍR endaði í 14. sæti með samtals 4.793 pinna í 24 leikjum eða 199,7 að meðaltali í leik og hefur því lokið keppni á mótinu. Leikir Hafþórs í dag voru hærri í dag en í gær, eða 194, 244, 189, 181, 182, 226, 170, og 236 eða samtals 1.622 og náði hann með því að vinna sig upp um eitt sæti. 

Svíinn James Gruffmann er lang efstur í keppninni með 5.647 pinna eða 235,3 að meðaltali eftir 24 leiki. Raymond Teece Englandi er annar með 5.168 pinna eða 215,3 og Yoan Alix Frakklandi er þriðji með 5.111 pinna og 213 í meðaltal. Mads Sandbækken Noregi er í 4. sæti 10 pinnum á eftir með 5.101 pinna eða 212,5, Habib Dogan Tyrklandi er í 5. sæti með 5.083 og 211,8, Lasse Lintilä Finnlandi kemur í 6. sæti með 5.033 pinna og 209,7 og aðeins munaði einum pinna á honum og Gery Verbruggen Belgíu sem endaði í 7. sæti með 5.032 pinna og sama meðaltal. Í 8. sæti og síðastur inn í úrslitin er Achim Grabowski Þýskalandi með 4.953 pinna og 206,4 að meðaltali í leik í þessum 24 leikjum. Skotinn Mark MacQueen sat hins vegar eftir í 9. sætinu 74 pinnum frá sæti í úrslitum.

Sjá nánar heimasíðu mótsins og Facebook síðuna

Nýjustu fréttirnar