ECC 2012 – Forkeppni kvenna lokið

Facebook
Twitter

Nú er lokið forkeppni kvenna á Evrópumóti einstaklinga í keilu og því ljóst hvaða 8 keppendur komast áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á morgun. Birgit Pöpler Þýskalandi er lang efst með 5.347 pinna eða 222,8 að meðaltali eftir 24 leiki. Alena Korobkova Rússlandi kemur önnur með 4.948 pinna eða 206,2 og Daria Kovalova frá Úkraínu er þriðja með 4.928 pinna og 205.3 í meðaltal.

Krista Pöllönen Finnlandi er í 4. sæti með 4.885 og 203,5, Carmen Haandrikman Hollandi er í 5. sæti með 4.793 og 199,7, Helga Biaglia Di Benedetto Ítalíu kemur í 6. sæti með 4.769 með 198,7, Marjo Pöntinen Finnlandi er í 7. sæti með 4.768 og 198,7 að meðaltali. Í 8. sæti og síðust inn í úrslitin er Sandra Anderson Svíþjóð með 4.744 pinna og 197,7 að meðaltali í leik. Hin norska Andrea E Hansen mátti hins vegar sætta sig við 9. sætið aðeins 15 pinnum frá sæti í úrslitum.

Sjá nánar heimasíðu mótsins og Facebook síðuna

Nýjustu fréttirnar