Hjóna og paramót KFR

Facebook
Twitter

Hjóna- og paramót KFR hefst næstkomandi sunnudag 7. október klukkan 19:00 og kostar 5.000 kr. í mótið. Keppnin fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, leikið verður áfram með og án forgjafar, en nú er ekki nauðsynlegt að parið sé gift eða í sambúð. Til þess að eiga kost á að komast í úrslit þarf enn að skila a.m.k. þremur umferðum. Önnur nýbreytni er að skráning verður á netinu og lýkur skráningu á hádegi á föstudegi fyrir mót og miðað er við að lágmark 8 pör þurfi til að mótið verði spilað. Þá hefur stjórn ákveðið að fella niður veitingarnar að lokinni keppni en hvetur samt pörin til að setjast niður yfir kaffibolla eftir mót.

Stjórn KFR

 

Nýjustu fréttirnar