Meistarakeppni KLÍ 2012 – Leiðin í úrslitin

Facebook
Twitter

Meistarakeppni KLÍ 2012 fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í kvöld og hefst keppni kl. 19:00. Þar munu Íslands- og Bikarmeistararnir ÍR-TT og ÍR-KLS mæta KFR-Skutlunum og KFR-Lærlingum sem urðu í 2. sæti í Bikarkeppni KLÍ.

Af því tilefni er gaman að rifja upp leið liðanna í úrslitin. Lið ÍR-TT er Íslands- og Bikarmeistarar liða 2012. Í Bikarkeppni KLÍ vann liðið ÍR-KK í 16. liða úrslitum, KFR-Valkyrjur í 8. liða úrslitum, KFR-Afturgöngurnar í 4. liða úrslitum og KFR-Skutlurnar í úrslitum. ÍR-TT vann síðan ÍR-Buff í úrslitum Íslandsmóts liða. KFR-Skutlurnar mættu hins vegar ÍR-BK í 8. liða úrslitum og KFA-ÍA í 4. liða úrslitum Bikarkeppni KLÍ og enduðu í 5. sæti í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða.

Lið ÍR-KLS er Íslands- og Bikarmeistarar liða 2012. Í Bikarkeppni KLÍ vann liðið KFA-ÍA-B í 16. liða úrslitum, ÍR-L í 8. liða úrslitum, KFA-ÍA í 4. liða úrslitum og KFR-Lærlinga í úrslitum. ÍR-KLS vann KFA-ÍA í úrslitum Íslandsmóts liða. KFR-Lærlingar mættu hins vegar ÍFH-D í 16. liða úrslitum, ÍR-PLS í 8. liða úrslitum og KR-B í 4. liða úrslitum Bikarkeppni KLÍ og enduðu í 3. sæti í 1. deild karla á Íslandsmóti liða.

Nýjustu fréttirnar