Keiluhöllin Egilshöll

Facebook
Twitter

Í kvöld var formlega opnaður glæsilegur keilusalur í Keiluhöllinni Egilshöll. Í keilusalnum eru 22 keilubrautir með öllum fullkomnustu tækjum og í sömu húsakynnum verða einnig fjölskylduvænt veitingahús, heilsubar og kaffihús, sportbar og bistro. Sannkallaður fjölskylduskemmtistaður og kærkomin viðbót fyrir keilara.

Fjölmenni var við opnunina. Keilarar, starfsmenn, iðnaðarmenn, fulltrúar frá borginni, íþróttafélaginu Fjölni m.m. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur Grafarvogsprestakalls flutti árnaðarorð og blessaði salinn áður en Rúnar Fjeldsted tók til máls, þakkaði þeim sem höfðu lagt hönd á plóginn og taldi niður í fyrstu formlegu keiluskotin. Hafþór Harðarson Íslandsmeistari í keilu var einn þeirra 22 boðsgesta sem tóku fyrstu skotin eftir formlega opnun salarins.

Nýjustu fréttirnar