EMC 2012 Keppni í þrímenningi lokið

Facebook
Twitter

Nú er lokið keppni í þrímenningi á Evrópumóti karla í keilu. Hafþór Harðarson, Arnar Davíð Jónsson og Jón Ingi Ragnarsson enduðu í 31. sæti með samtals 3.397 pinna eða 188,72 að meðaltali í leik í sex leikjum. Magnús Magnússon, Róbert Dan Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson enduðu í 64. sæti með samtals 3.161 eða 175,61 að meðaltali í leik. Í dag spilaði Hafþór 602, Arnar Davíð 575, Jón Ingi 475, Magnús 565, Róbert Dan 536 og Skúli Freyr 509.

Hafþór er nú í 14. sæti í einstaklingskeppninni með samtals 3.723 pinna eða 206,83 að meðaltali í leik. Heimamaðurinn Michael Loos er efstur og hefur töluverða forystu á Danina Thomas Larsen og Jesper Aagerbo sem koma næstir. Sjá heimasíðu mótsins

Í undanúrslitunum í þrímenningskeppninni spiluðu Svíþjóð 1 Bolleby, Eklund og Larsen sem voru í efsta sæti gegn Danmörku 1 Agerbo, Larsen og Stampe. Og England 2 Miller, Quarry og Teece sem voru í öðru sæti töpuðu fyrir Finnland 2 Jehkinen, Jussila og Palermaa. Í úrslitunum tryggðu Danirnir sér síðan sigurinn gegn Finnum.  

Á morgun fimmtudaginn 23. ágúst hefst liðakeppnin og spilar íslenska liðið í holli 1 sem hefur keppni kl. 9:00 að staðartíma (kl. 7:00 að íslenskum tíma).
 

Nýjustu fréttirnar