EWC Keppni í þrímenningi lokið

Facebook
Twitter

Nú er lokið keppni í þrímenningi á Evrópumóti kvenna í keilu. Ísland 1, Sigurlaug Jakobsdóttir (1.012), Linda Hrönn Magnúsdóttir (1.067) og  Ragna Matthíasdóttir (1.143) höfnuðu í 40. sæti með 3.222 pinna. Ísland 2, Karen Rut Sigurðardóttir (1.090), Ástrós Pétursdóttir (920) og Guðný Gunnarsdóttir (1.095) höfnuðu í 47. sæti með 3.105 pinna. Guðný Gunnarsdóttir spilaði best íslensku keppendanna í dag með 603 seríu og Ragna Matthíasdóttir spilaði vel annan daginn í röð og var nú með 563 seríu.

Sigurvegarar í þrímenningnum eru Svíþjóð 1, Sandra Anderson, Rebecka Larsen og Joline Perssons Planefors sem sigruðu Þýskaland 1, Birgit Pöppler, Patricia Luoto og Janine Gabel,  í úrslitunum.

Á morgun spilar Ísland í holli 2 í liðakeppni fimm manna liða og hefst keppni kl. 12:00 (kl. 14:00 að staðartíma). Lið Íslands verður þannig skipað Guðný Gunnarsdóttir, Karen Rut Sigurðardóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Ragna Matthíasdóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir. Varamaður verður Ástrós Pétursdóttir

Í einstaklingskeppninni er Guðný Gunnarsdóttir efst íslensku keppendanna í 99. sæti með 3.274 pinna og 181,9 að meðaltali þegar 18 leikjum af 24 er lokið. Næst henni kemur Karen Rut Sigurðardóttir í 114. sæti með 3.241 pinna og 180,1 að meðaltali. Ragna Matthíasdóttir er í 121. sæti með 3.190 og 177,2 að meðaltali, Linda Hrönn Magnúsdóttir er í 130. sæti með 3.132 og 174,0 að meðaltali. Sigurlaug Jakobsdóttir er í 140. sæti með 3.047 og 169,3 að meðaltali og Ástrós Pétursdóttir er í 148. sæti með 2.978 og 165,4 að meðaltali.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar