Úrslitakeppnin.

Facebook
Twitter

 Á mánudag 16. apríl hefst úrslitakeppni Íslandsmóts liða í keilu.

Í undanúrslitum 1. deildar kvenna eigast við ÍR-Buff – KFR-Afturgöngurnar og ÍR-TT – KFR-Valkyrjur. 

Í 1. deild karla keppa ÍR-KLS – ÍR-PLS og KFR-Lærlingar – KFA-ÍA.

Sigurvegararnir eftir þessar tvær viðureignir komast síðan áfram í úrslitakeppnina sem fer fram dagana 22. – 24. apríl. Í 2. deild karla eru það ÍR-Broskarlar, KFR-JP-Kast, KR-C og ÍR-Blikk sem eru komin í úrslitakeppni um það hvaða tvö lið fara upp í 1. deild, en leikið er heima og heiman samtals 6 leikir. Þeir leikir fara fram dagana 16., 17., 19., 22. – 24. apríl. Hvetjum við keilara til að koma og fylgjast með spennandi úrslitakeppni.

 

Nýjustu fréttirnar