Hafþór Harðarson í 3ja sæti í SM-Elite í keilu

Facebook
Twitter

 

Í dag lauk SM-Elite sem er  meistaramót einstaklinga í Svíþjóð en það er mót 40 bestu spilara í Svíþjóð sem hafa fengið stig yfir veturinn og einnig bætast  24 við eftir undankeppni í vikunni til að fá rétt á að spila um helgina.  Hafþór endaði í 3ja sæti eftir 32 leiki en hann endaði með 222 í meðaltal, hann setti einnig Íslandsmet í 8 leikjum í dag en hann spilaði 1920 eða 240 í meðaltal.  Annars voru leikirnir hans í dag svona: 248-277-217-246-245-215-242-230.  Fyrirkomulagið var þannig að það voru spilaðir 6 leikir í Montreal olíuburði, 6 leikir í Atlanta olíuburði, 6 leikir í Paris olíuburði og 6 leikir í Beijing olíuburði, síðan var ákveðið að Round Robin (8 leikir)skuli leiknir í Beijing, þannig  að leika í 4 tegundum af olíuburðum á 3 dögum var frekar erfitt og er þessi árangur því sætari fyrir vikið. 

Nýjustu fréttirnar